
Ýmis verkefni í gangi en úlnliður er úr leik í bili. Ég get hreyft fingur en prjóna ekki mikið þessa dagana. Kannski nýtist sá tími til þess að ganga frá endum, gera snúrur og festa tölur. Fátt er svo með öllu illt…

Ýmis verkefni í gangi en úlnliður er úr leik í bili. Ég get hreyft fingur en prjóna ekki mikið þessa dagana. Kannski nýtist sá tími til þess að ganga frá endum, gera snúrur og festa tölur. Fátt er svo með öllu illt…
Ungbarnateppi í vinnslu. Það er svo róandi að sitja í rólegheitunum og hekla þegar rigningin heldur manni inni og ekki skemmir það fyrir hvað þessi litasamsetning er alltaf vinsæl. ❤

Þetta eru uglupokarnir sem eru til núna. ![]()
Nánari upplýsingar í myndasafninu “Sængurgjafir – Ungbörn” ❤
https://www.facebook.com/pg/prjonaskuffan/photos/?tab=album&album_id=527059327475412
Blúnda – Plómurautt heimferðarsett (farið) – peysa, húfa, vettlingar og hosur úr 100% Dale merino babyull (0-3 mán.) ásamt yndislega mjúkum uglupoka og húfu í sama lit og úr sama mjúka garninu sem stingur ekki og má þvo á léttu ullarprógrammi. “Ugluokinn” er bestur fyrir ca. 0-3 mánaða börn á meðan fósturstellingin er vinsæl. Frábært fyrir krúttlegar myndatökur. ![]()